Færsluflokkur: Bloggar
Ég verð að viðurkenna að ég er voðalega hissa á hversu rýr hlutur varaformanns Samfylkingarinnar er í úthlutun gæðinganna í ríkisstjórn. Það er varla svona rosalega mikið að gera að "efla innra starf" flokksins að hann hafi ekki tíma til að sinna einni af lykilnefndum þingsins, fyrst hann varð ekki ráðherra.
Er Ágústi Ólafi ekki treyst af formanninum?
Gunnar verður formaður fjárlaganefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Eyjamenn. Að Guðmundur ætli sér að yfirtaka rekstur Vinnslustöðvarinnar er stórhættulegt fyrir atvinnumál í Eyjum. Það muna allir hvernig fór fyrir Útgerðarfélag Akureyrar. Slíkt hið sama má ekki gerast í Eyjum.
Nú vona ég að Binni og félagar spyrni við fótum og klári málið þó vissulega sé erfitt að standast slíkt risatilboð. Ef forræði Vinnslustöðvarinnar fer frá Eyjum mun þetta samfélag sem byggir svo mikið á sjávarútvegi veikjast mjög.
Svipuð staða kom upp fyrir nokkrum árum þegar aðilar tengdu olíufélagi í samráðsgeiranum reyndu að ná yfirtökum í Vinnslustöðinni. Þá kom hópur Eyjamanna og lagði umtalsverða fjármuni í félagið til að halda forræðinu í Eyjum. Sami hópur og nú hefur gert yfirtökutilboð í félagið.
Nú reynir á ...
Leggja fram 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina en heimamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var ánægður með að Kristján Möller skyldi fá samgönguráðuneytið. Landsbyggðarmaður sem skilur þörfina fyrir bættum samgöngum á landsbyggðinni. Nú hefur hann ráðið Róbert Marshall sem aðstoðarmann. Því hljóta Eyjamenn að fagna, sérstaklega þar sem stórar ákvarðanir varðandi samgöngumál í Eyjum eru á næsta leyti.
Róbert skilur stöðuna í Eyjum. Marshall aðstoðin er komin, verða það göng eða Bakkafjara?
Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég reyki og hef stundað þann ósóma allt of lengi. Á morgun verður bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi. Ég held að það muni ekkert trufla mig of mikið í sjálfu sér. Ég óttast bara hvað fylgir í kjölfarið. Verður bannað að reykja á opinberum vettvangi? Úti á götu?
Hef alltaf verið svolítið skeptískur á boð og bönn. Af hverju mega veitingamenn ekki gefa sig út fyrir að vera reyk/ eða reyklausir staðir? Val þess sem leggur sitt undir. Sína peninga? Svona bann er svolítið kommúnískt í eðli sínu. Ríkið veit best hvað þegnunum er fyrir bestu...
En danski uppfinningamaðurinn er kannski að redda Kormák og félögum í veitingabransanum. Það er varla hægt að banna reyklausar sígarettur?
Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefur ákvörðun um að hætta með meistaraflokkslið kvenna í handbolta verið kynnt. Það er hátt fallið hjá ÍBV, frá því að vera Íslandsmeistari í fyrra í það að ná ekki í lið. Reyndar afskaplega langt frá því að ná í lið.
Fyrir nokkrum árum var kvennalið ÍBV í knattspyrnu lagt niður. Þá var talað um tímabundið ástand. Sömu rök eru núna, sagt að jafnvel á næsta ári horfi til betri vegar. Ég vona það en staðreyndin er sú að ekkert hefur enn ræst úr fótboltanum.
Þessi ákvörðun kemur hins vegar ekkert á óvart. Það hefur legið fyrir að það var aðeins tímaspursmál hvenær þetta gerðist. Liðið hefur verið vængbrotið í nokkur ár, meira að segja árið sem liðið var síðast Íslandsmeistarar. Síðasta tímabil var þó öllu verra. Ekki náðist að manna varamannabekkinn þó leitað væri alveg niður í 4. flokk eftir leikmönnum. Undir það síðasta var leikstjórnandi 4. flokks farin að stjórna sóknarleik meistaraflokks.
Þessu hefur verið haldið gangandi af Hlyn Sigmarssyni. Hann gerði það af einskærum áhuga og þrjósku. Nú er hann hættur og ákvörðun tekin um að einblína á karlaliðið á næsta ári. Skynsamleg ákvörðun að mínu mati. Fyrir hvern er verið að halda út liði? Það hlýtur að vera fyrir leikmennina og þá sem hafa áhuga á að æfa íþróttina. Ef engin hefur áhuga, þá er þessu sjálfhætt.
Vonum bara að áhuginn glæðist þegar fram líða stundir...
ÍBV ekki með lið í meistaraflokki kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.5.2007 | 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessar fréttir af aðbúnaði Portúgala á Kárahnjúkum hafa ollið mér hugarangri. Erum við virkilega að styðja við bakið á fyrirtæki sem stundar það að mismuna fólki eftir þjóðerni? Að Ítalir séu merkilegri pappír en Portúgalar? Að Íslendingar hafi meiri rétt en Kínverjar sem hér vinna?
Þetta kemur manni svo sem ekki í opna skjöldu en íslensk yfirvöld ættu að vera löngu búnir að koma í veg fyrir slíkt. Vísbendingar hafa verið til staðar. Það hefur vantað aðgerðir.
Ég hef alla tíð stutt uppbyggingu fyrir austan og hef gefið lítið fyrir umhverfissjónarmið enda tel ég þau lítilvæg við hliðina á mikilvægi uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Við lifum jú ekki á því að horfa á fjöllin eða tína fjallagrös. Hins vegar hljótum við að spyrja hvort Ísland vilji vera þekkt fyrir að leyfa fyrirtækjum að níðast á starfsmönnum sínum. Nei, nú vantar aðgerðir.
Vildi ekki leika hetju" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.5.2007 | 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, loks þegar maður hefur náð að jafna sig á ósanngjörnu tapi minna manna í Aþenu í síðustu viku getur maður litið til næsta tímabils. Síðustu ár hafa Liverpool aðdáendur eins og ég hlakkað til sumarsins, vissir um að nú sé tími stórveldisins runnin upp og ekkert keypt nema stórstjörnur.
Veruleikinn er hins vegar sá að Liverpool hefur ekki getað keppt við stærstu klúbba Evrópu um bestu leikmennina og því fengið það "næstbesta" eða þannig. Eftir kaup Ameríkananna á klúbbnum gætu hlutirnir breyst. Alla vega virðist Liverpool ætla að keppa um knattspyrnumann ársins í frönsku deildinni, Florent Malouda.
Kannski er okkar tími kominn (eins og Jóhönnu?)
Benítez sagður ætla að bjóða í Malouda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.5.2007 | 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var athyglisvert að fylgjast með kjördæmafundi úr Suðurkjördæmi í gær. Bæði vakti niðurstaða skoðanakönnunarinnar athygli og þá ekki síst sterk staða Sjálfstæðisflokksins og síðan var mikil umræða um málefni Vestmannaeyja.
Allir voru á því að rannsaka ætti möguleikann á jarðgöngum til hlítar áður en ákvörðun er tekin um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar. Meira að segja Árni Matt, flokksbróðir Sturlu sem hefur haldið því fram í tvö ár að ekki sé þörf á frekari rannsóknum. Jarðgöng eru möguleg en of dýr. Hvað hefur breyst?
Þýðir þetta að frestað verði frekari framkvæmdum við Bakkafjöru? Verður athugað með nýtt skip? Enn og aftur er allt komið í hnút í samgöngumálum okkar, engin ákvörðun og í raun átta ég mig ekki á hvar við stöndum. Við erum nánast í sömu sporum og fyrir fjórum árum.
Ég var ánægður með Bjarna Harðarson, hann var þungorður í garð ríkisstjórnar síns flokks þegar kom að samgöngumálum okkar Eyjamanna. Annars var gott að heyra að allir flokkar setja samgöngumál Eyjamanna framarlega á forgangslistann í kjördæminu. Vonandi verður staðið við stóru orðin.
Eins var athyglisverð umræða um kvótamálin. Grétar Mar, fulltrúi Frjálslyndra vildi kenna kvótakerfinu um allt sem miður hefur farið en þáttastjórnandinn benti réttilega á að á sama tíma og kvótastaða útgerða í Eyjum hefur styrkst verulega á síðustu árum hefur ekkert dregið úr fólksfækkun. Það er einfaldlega ekki hægt að setja samasemmerki þarna á milli. Grétar vildi þá meina að það væri út af útflutningi en Atli VG spurði þá hvort Grétar hefði ekki komið inn í Vinnslustöð, eða Godthaab. Góður punktur...
Annars fannst mér Árni Matt og Bjarni Harðar komast best frá þessum þætti. Það var sótt að Árna sem var að verja sextán ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins. Hann stóð sig vel í því enda verður að segjast eins og er að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur staðið sig vel og gjörbreytt íslensku samfélagi. Fyrir utan byggðamál er ég ánægður með flokkinn en í þeim málaflokki finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn gjörsamlega hafa brugðist.
Bjarni er skemmtilegur og lokaorðin hans voru frábær. Framsóknarflokkurinn eini alvöru græni flokkurinn, með skynsemi að leiðarljósi en ekki "fjallagrasapólitík". Ég átti ekki til orð yfir Björgvin G. Sigurðssyni, hann átti ekki góðan dag og frammíköll hans voru orðin pínleg. Hann leyfði Árna Matt nánast aldrei svara, heldur talaði ofan í hann. Að mínu mati argasti dónaskapur.
Yfir heildina góður þáttur og Eyjamenn geta verið nokkuð ánægðir með sjónarmið oddvitanna varðandi okkar mál. Spurning hvort orðin verða efnd eftir 12. maí?
Bloggar | 23.4.2007 | 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar sem hef ég verið í burtu í nokkra daga hef ég lítið fylgst með því sem er að gerast í bloggheimum. Því skrifa ég hér nokkur orð um gamla færslu Stefáns Friðriks, einhvers ötulasta bloggara á Íslandi og einn af þeim sem ég les reglulega.
Hann er að velta fyrir sér stöðunni í Suðurkjördæmi og slakri útkomu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir að ekki sé neitt klofningsframboð nú hefur fylgið lítið aukist og enn bara þrír menn inni. Ég er ekki hissa á því enda tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði upp á vondan lista að þessu sinni.
Ég er á því að koma Árna Mathiesen inn í kjördæmið er ofmetin, enda tel ég að hann fæli frá frekar en hitt. Árni er Hafnfirðingur, harður gaflari og ekkert nema gott um það að segja. En þá á hann að fara í framboð í sínu kjördæmi. Það er nóg af þingmönnum af höfuðborgarsvæðinu svo við séum ekki að bæta þeim við í felubúningi landsbyggðarþingmanns. Það er staðreynd að landsbyggðin þarf á öllum sínum þingmönnum að halda í þeirri varnarbaráttu sem við er að eiga í byggðarþróun. Árni Matt hefur setið í ríkisstjórn þar sem ríkisbáknið hefur blásið út á höfuðborgarsvæðinu á meðan samdráttur er aðalmálið á landsbyggðinni.
Tilkoma Árna Johnsen inn á listann mun örugglega verða til þess að óákveðnir forðast flokkinn. Karlinn á samt sitt fylgi eins og sást glögglega í prófkjörinu. Held samt að hann verði frekar til þess að möguleikar flokksins í að vinna sigur dvíni.
Ég ætla hér með að spá því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínum þremur, sem og Samfylkingin. Framsókn fær tvo og VG tvo. Frjálslyndir ná ekki inn manni.
Bloggar | 16.4.2007 | 10:17 (breytt kl. 10:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn eru Vinstri grænir að stækka og fylgjendum Steingríms og félaga fjölgar dag frá degi. Spurning hvort nýtt framboð umhverfissinna með Ómar og Margréti muni skaða stórsókn vinstri manna á Íslandi. Það yrði nú kaldhæðnislegt, sérstaklega í ljósi þess að þau tilgreina sig sem umhverfissinnaðan hægri flokk.
Var að kíkja á Gallup/Capacent könnunina og niðurstöður varðandi kjördæmið mitt. Miðað við nýjustu könnun verða eftirtaldir þingmenn mínir 13. maí 2007:
Árni Mathiesen (D)
Árni Johnsen (D)
Kjartan Ólafsson (D)
Björgvin G. Sigurðsson (S)
Lúðvík Bergvinsson (S)
Róbert Marshall (S)
Atli Gíslason (V)
Alma Lísa Jóhannsdóttir (V)
Guðni Ágústsson (B)
Grétar Mar Jónsson (F)
Það sem vekur strax athygli er kynjaskiptingin, 9/1. Ekki beint það sem menn hefðu kosið miðað við umræður síðustu missera...
Bloggar | 23.3.2007 | 16:11 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar