Ruslpóstur

Það er afskaplega pirrandi þegar mikill ruslpóstur kemur á netfangið hjá manni. Þessu hendir maður út án þess að kíkja á það. Hvernig ætli þingmenn Íslands taki ruslpóstinum sem berst frá heimasíðu Framtíðarlandsins?  Samkvæmt landslögum er ólöglegt að senda "spam" eða dreifipóst.  Verður kært?

Annars er ég hjartanlega sammála Agli Helgasyni sem sagði í Ísland í dag í gær að þetta leyfðist þeim þar sem þetta er "góða" fólkið.  Það má allt.  Það væri allt farið á hliðina í þjóðfélaginu ef virkjunarsinnar væru að senda "spam" til að hvetja til frekari virkjana.

Grátt eða grænt. Svart eða hvítt. Stopp eða start. Þetta er ekki svona einfalt. Eins verð ég að taka undir með vonardreng Framsóknar, Birni Inga. Hver borgar þessi ósköp hjá Draumalandinu.  Samtök sem eru í bullandi pólitík geta framleitt rándýrar sjónvarpsauglýsingar og komið áróðri sínum á framfæri án frekari spurninga á meðan búið er að takmarka það fjármagn sem stjórnmálaflokkar mega setja í slíkt. Er það sanngjarnt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sirkus.is á til að senda manni ruslpóst til mín þrátt fyrir að ég sé ítrekað búinn að senda þeim póst til baka um að taka mig af þessum pirrandi lista þeirra. 

Varðandi draumalandið þá er ég gapandi yfir því að svona áróður sé farinn að poppa upp á tölvum landanns, svona auglýsingapólitík virkar ekki nema öfugt ofan í fólk.

Ég undrast ekki að Björn Ingi spyrji hver borgi brúsann.

Grétar Ómarsson, 22.3.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

fyrirgefðu bullið í mér, "senda manni ruslpóst til mín" hvaða steypa er þetta eiginlega?????

Grétar Ómarsson, 22.3.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband