Samfylkingin vill fjarlæga sig frá öfgum Frjálsyndra (eða hluta flokksmanna) í innflytjendamálum. Það tel ég rétt hjá þeim og er sammála Ágústi um það að á meðan þessi öfl eru ríkjandi innan Frjálslyndra geta þeir ekki verið vænlegir samstarfsaðilar í ríkisstjórn.
Þetta er ekki sami Frjálslyndi flokkurinn og var í framboði fyrir fjórum árum. Hann hefur breyst í hálfgerðan öfgaflokk. Það líst Íslendingum ekki á, alla vega ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins í morgun. Frjálslyndir eru að þurrkast út af þingi. Ætli Jón Magnússon og Magnús Þór breyti eitthvað um gír í kjölfarið?
Annars þarf að ræða innflytjendamál á skynsaman hátt. Hætta þessu öfgarugli sem oft skekur umræður á Íslandi um einstaka mál. Til dæmis umhverfismál. Að halda því fram líkt og Jón gerir að útlendingar séu að fremja glæpi og ýja að því að þeir séu líklegri til þess er náttúrulega fáránlegt.
Ég veit ekki hvað er til í því en stundum hefur verið sagt að blöðin hafi komið því skilmerkilega á framfæri ef "brotamaður" sem sagt var frá hafi ekki verið úr sinni sveit. Þannig hafi fréttirnar iðulega endað á: "Þess má geta að um aðkomumann var að ræða"
Fyrir mér er brotamaður brotamaður, burt séð frá því hvaðan hann/hún (gæta jafnréttis) er.
Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.3.2007 | 15:11 (breytt kl. 15:12) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér var sagt að útlendingar séu 7-10% af þjóðinni en 50% af ákveðnum glæpum sem koma fyrir dómstóla landsins séu vegna þeirra. Ég hef enga staðfestingu á þessu. Veist þú eitthvað um þetta ?
Níels A. Ársælsson., 25.3.2007 kl. 15:24
Það má vel vera að í ákveðnum brotaflokkum séu innflytjendur með hærra hlutfall glæpa en innfæddir en á heildina litið eru glæpir meðal innflytjenda mun færri en meðal innfæddra Íslendinga. Ef ég man rétt segja tölur frá lögreglu og dómstólum að glæpir framdir af innflytjendum séu 2-3% af heildinni en eins og Níels segir er fjöldi innflytjenda einhvers staðar á bilinu7-10% af þjóðinni.
Aukin glæpatíðni hér er því ekki innflytjendum að kenna heldur fyrst og fremst innfæddum Íslendingum.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 15:32
Ég er á því að Jón Magnússon verði banabiti Frjálslynda flokksins. Yfirbragð frjálslyndra hefur, að mínu mati, stórskaðast við að taka við þessum manni og hann á eftir að verða þeim dýrkeyptur.
Jóhannes Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 15:50
jada jada væl og skæl er þetta út í eitt, það þarf allt að vera svo pólitískt rétt að það liggur við að ég æli...
Um leið og einhver nefnir útlendinga á neikvæðan hátt, þá er hinn sami dæmdur öfgasinnaður rasisti og þaðan af verra, tilfellið er að gæjar eins og Jón Magg og Magnús Þór, ÞORA að segja hlutina eins og þeir eru, meðan að pissudúkkurnar í hinum flokkunum hoppa í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut... af ótta við að missa dýrmætt fylgi.
Fyrir nokkrum árum voru 95% af ÖLLUM glæpum í Svíþjóð framin af innflytjendum.......
Árið 2040 munu ca. 40% af íbúum Danmerkur vera af erlendu bergi brotinn, miðað við sama áframhald, og þar er stór hluti múslimar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast vestrænum siðum.....
Stórkostlegar framtíðarhorfur, er þetta það sem koma skal......er þetta það sem við viljum, það er voða falleg hugsjón að vilja bjóða alla velkomna, sama hverrar þjóðar þeir eru.....reynslan hefur aftur á móti sýnt að það er mjög erfitt, jafnvel ómögulegt að sameina tvo ólíka menningarheima....
Frjálslyndi flokkurinn þorir að taka á hlutum sem stór hluti þjóðarinnar er sammála um, en þorir ekki að tala um af ótta við að vera dæmdir rasistar af almenningsálitinu.
FF hefur ekki á stefnuskrá að loka landinu eða að reka fólk úr landi sem er komið.
kv. af skaga.
Einar Ben, 25.3.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.