Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki hærra í Suðurkjördæmi

Þar sem hef ég verið í burtu í nokkra daga hef ég lítið fylgst með því sem er að gerast í bloggheimum. Því skrifa ég hér nokkur orð um gamla færslu Stefáns Friðriks, einhvers ötulasta bloggara á Íslandi og einn af þeim sem ég les reglulega. 

Hann er að velta fyrir sér stöðunni í Suðurkjördæmi og slakri útkomu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir að ekki sé neitt klofningsframboð nú hefur fylgið lítið aukist og enn bara þrír menn inni.  Ég er ekki hissa á því enda tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði upp á vondan lista að þessu sinni.

Ég er á því að koma Árna Mathiesen inn í kjördæmið er ofmetin, enda tel ég að hann fæli frá frekar en hitt. Árni er Hafnfirðingur, harður gaflari og ekkert nema gott um það að segja. En þá á hann að fara í framboð í sínu kjördæmi. Það er nóg af þingmönnum af höfuðborgarsvæðinu svo við séum ekki að bæta þeim við í felubúningi landsbyggðarþingmanns. Það er staðreynd að landsbyggðin þarf á öllum sínum þingmönnum að halda í þeirri varnarbaráttu sem við er að eiga í byggðarþróun. Árni Matt hefur setið í ríkisstjórn þar sem ríkisbáknið hefur blásið út á höfuðborgarsvæðinu á meðan samdráttur er aðalmálið á landsbyggðinni.

Tilkoma Árna Johnsen inn á listann mun örugglega verða til þess að óákveðnir forðast flokkinn. Karlinn á samt sitt fylgi eins og sást glögglega í prófkjörinu. Held samt að hann verði frekar til þess að möguleikar flokksins í að vinna sigur dvíni.

Ég ætla hér með að spá því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínum þremur, sem og Samfylkingin. Framsókn fær tvo og VG tvo. Frjálslyndir ná ekki inn manni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigursveinn.

Ég er ekki sammála þér með Sjálfsstæðisflokkinn þessi flokkur er í stór sókn enda er þessum flokki treystandi fyrir framtíð þessa lands enda skil ég vel vilja þjóðar vorar þegar þeir ganga til kjörfundar á næstu dögum.

Samfylking mun ekki ná flugi sammála þér með Frjálslyndaflokkinn og Ómar.

Ég vil benda þér og minni á Árni Johnsen var kosnin í prófkjöri sem fólkið fékk sjálft að kjósa og fékk umboð til þess þess vegna er þetta ekki rétt hjá þér.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 16.4.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Sigursveinn

Sæll vertu Jóhann

Þetta er rétt hjá þér varðandi Árna J. eins og ég bendi á þá á hann sitt fylgi í kjördæminu eins og glögglega sást í prófkjörinu. Ég er viss um að hann hefði velt fjármálaráðherranum úr fyrsta sæti ef hann hefði sóst eftir því. Hins vegar veist þú jafnvel og ég að koma hans inn á listann er umdeild svo ekki sé meira sagt og ég held að óákveðnir muni ekki kjósa flokkinn í meira mæli en áður vegna hans. 

Sjálfstæðisflokkurinn er kannski í stórsókn en samkvæmt nýjustu Gallup/Capacent könnun fyrir Suðurkjördæmi hefur sú sókn ekki smitast á kjördæmið. Hvers vegna?

Sigursveinn , 16.4.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband