5,4% fylgislækkun og tvö þingsæti tapast

Það er örugglega ekkert gaman að vera í Samfylkingunni þessa dagana. Fylgiskannanir sýna minnkandi fylgi hver af annarri og flokksþingið um síðustu helgi féll algjörlega í skuggann á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Nýjasta könnunin er úr Suðurkjördæmi en þar vann Samfylkingin stóran sigur fyrir fjórum árum, fengu fjóra þingmenn og urðu stærsti flokkur kjördæmisins. Nú bregður svo við að samkvæmt könnuninni tapar flokkurinn 5,4% og við það minnkar þingmannahópurinn um helming, úr fjórum í tvo!  Það þykir mér mikið miðað við ekki meira fylgistap. (Fjórði þingmaðurinn var þó uppbótarþingmaðurinn)

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórsókn og bætir við sig 10% og einum þingmanni. Framsókn tapar og Frjálslyndir þurrkast út í kjördæminu. VG eru sigurvegararnir og tveir þingmenn inni.  Ég skrifaði um daginn um karlrembukjördæmið Suðurkjördæmi því samkvæmt könnunum voru níu þingmenn af tíu karlar. 

Nú vantar sýnist mér uppbótarþingmanninn inn í könnunina og því níu þingsætum útdeilt. Sjö karlar og tvær konur. 

 Samfylkingin er í bullandi vandræðum í Suðurkjördæmi sem og annarsstaðar á landinu. Miðað við það að hafa verið lengi í stjórnarandstöðu og hafa vonarpening vinstri manna í formannsstóli er útkoman í skoðanakönnunum hræðileg. Það er ekki laust við að maður sé farinn að líta á VG sem stóra flokkinn á vinstri vængnum...

Þingmannalistinn samkvæmt könnuninni:

Árni Mathiesen (D)

Árni Johnsen (D)

Kjartan Ólafsson (D)

Björk Guðjónsdóttir (D)

Björgvin G. Sigurðsson (S)

Lúðvík Bergvinsson (S)

Atli Gíslason (V)

Alma Lísa Jóhannsdóttir (V)

Guðni Ágústsson (B)

Tvö þingmannsefni sem ég væri til í að sjá á þingi eru úti: Bjarni Harðarson og Róbert Marshall. Báðir myndu hressa upp á samkunduna við Austurvöll...


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband