Enn og aftur sýndu mínir menn í Liverpool hvers þeir eru megnugir með því að komast í úrslit meistaradeildarinnar í annað skiptið á síðustu þremur árum. Og bara til þess að gera árangurinn enn ánægjulegri þá voru Vælinho og félagar í Chelsea slegnir út í undanúrslitum. Bara gaman...
Nú er það rematch, við AC Milan. Ég átti nú von á því að Man.Utd. kæmist alla leið og var eiginlega að vonast eftir því. AC Milan eiga harma að hefna eftir eitthvert rosalegasta comeback ever í fótboltaleik þegar Liverpool var 3:0 undir í hálfleik 2005 en sigraði samt. Ég er ennþá að jafna mig á þeim leik.
Ég hef misst það litla álit sem ég hafði á Mourinho. Kallinn kann ekki að tapa. Að segja eftir seinni leikinn að Chelsea hafi verið betra liðið!! Og gera lítið úr öllum er eitthvað sem fer illa í mig. Ég er búinn að vera í London þessa vikuna og blöðin velta sér svolítið upp úr þessu hjá honum og öll eru á einu máli. He is a bad luser.
Nú hefur hann haft þrjú ár til þess að ná Meistaradeildartitlinum. Það hefur ekki tekist og spurning hvort hann fái fleiri tækifæri? Mín spá er að honum verði skipt út í sumar.
Flokkur: Enski boltinn | 4.5.2007 | 16:47 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.