Kosningarnar á morgun

Eftir að búið er að afgreiða Evróvisjón fyrir okkur Íslendinga er ljóst að athyglin verður óskipt á kosningasjónvarp stöðvanna á morgun. Alla vega hjá mér :-)

Þetta er búið að vera skrýtin kosningabarátta. Einhvern veginn hefur mér fundist vanta allt fjör í baráttuna. Hún byrjaði fyrir nokkrum vikum þegar umhverfismálin voru upp á sitt besta en síðan hefur dregið af stjórnarandstöðunni. Því fleiri mál sem rædd eru, því minna verður fylgi VG. Það virðist vera staðreynd. 

Samfylkingin gæti staðið uppi sem sigurvegari kosninganna. Flokkurinn hefur verið að sækja í sig veðrið og nálgast 30% fylgi. Eins virðist staða Sjálfstæðisflokksins sterk og miðað við söguna þá má draga ca. 4% frá skoðanakönnunum til að fá fylgi þeirra í kosningum. 35-37% fylgi yrði flott úrslit fyrir Geir og félaga.

Það er skondið prófið sem nemendur í Bifröst hafa gert til að finna út hvar maður stendur í pólitík. Ég tók þetta og fékk það út að skoðanir mínar eru í mestu samræmi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kemur mér ekki á óvart, enda alltaf verið hægri sinnaður í hugsun. Reyndar hef ég getað samsvarað mér flestum flokkum (nema VG) í málum og vill meina að hér á Íslandi séu fjórir miðjuflokkar og einn vinstri flokkur. Svo er bara áherslumálin mismunandi ár frá ári. 

Það sem kom mér kannski meira á óvart að næst mesta skorið hjá mér var hjá Íslandshreyfingunni, svo Samfylkingunni, þá Frjálslyndum !!!!, svo Framsókn og loks VG.    

Í Mogganum í morgun var skoðanakönnun eftir kjördæmum. Lítum á Suðurkjördæmið. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur, 41,8% og væntanlega 4 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn svipuð af stærð, um 20%. Tveir þingmenn hvor. Hrikalegt hrun Samfylkingarinnar sem var stærsti flokkurinn fyrir fjórum árum!!  VG fá 10,8% og 1 þingmann og Frjálslyndir tæp 7% og einn þingmann.

Þetta verður spennandi á morgun, hvern ætlar þú að kjósa ??

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband