Allur er varinn góður

Í frétt í öðru hvoru fríblaðinu í dag er fjallað um hvað gert verður ef ekki verður flugfært frá Eyjum á morgun. Þrjár "varaleiðir" eru fyrir kjörgögnin. Þyrla landhelgisgæslunnar, björgunarbáturinn Þór fer í Þorlákshöfn eða ef veður verður afleitt er varðskipið sent eftir kjörgögnunum. Þau skulu á Selfoss. 

Á sama tíma er alvarleg umræða um það í heilbrigðisráðuneytinu að spara með því að hafa sjúkraflugvél ekki lengur staðsetta í Vestmannaeyjum, heldur í Reykjavík eða láta þyrluna bara skutlast til Eyja eftir sjúklingum, lengja þannig viðbragðstímann með tilheyrandi "fórnarkostnaði"

Finnst ykkur þetta í lagi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband