Grátlegt að við skyldum tapa fyrir Suður Kóreu um miðja nótt!! Ég fékk mig ekki á fætur, lét konunni það eftir að æsa sig yfir handboltanum, var enn að reyna að átta mig á herfilegum leik minna manna í Liverpool í gær.
Eftir sigur Dana í dag er ljóst að öll liðin í riðlinum gætu komist áfram. Það verður því gríðarleg spenna í hádeginu á laugardaginn þegar við mætum Dönum. Sigur þar og málið er dautt.
Spái 14:2 í hálfleik
Danir unnu Rússa naumlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 14.8.2008 | 13:52 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef verið í löngu og góðu bloggfríi og veit svo sem ekki hvort ég fari af stað aftur af einhverju viti eða hendi einni og einni færslu inn. Það kemur í ljós með haustinu. En sá farsi sem boðið er upp á í Reykjavík var nú tilefni til þess að rifja upp lykilorðið.
Ég hef áður skrifað um þann farsa sem nú er í gangi í höfuðborginni og finnst alveg ótrúlega margt líkt með málefnum þeirra og okkar hér í Eyjum á síðasta kjörtímabili. Vandamálið er að einn maður heldur restinni af borgarstjórninni í gíslingu. Meðan staðan er slík þá minnkar traust almennings á borgarstjórninni. Í borgarstjórn Reykjavíkur eru tveir sem kalla má sólóista. Sem geta með einræði sínu haldið heilum flokk með 30-40% fylgi á bak við sig. It's either my way, or the highway !!
Orðrómur er á kreiki að Ólafur F ætli ekki að láta borgarstjórastólinn af hendi, heldur vilji sitja út kjörtímabilið. Annars mun hann slíta samstarfinu. Kæmi mér satt að segja ekki á óvart...
Tel nú lag ef borgarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru að hugsa um borgarbúa fremur en valdabrölt sitt að þau taki Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson í Vestmannaeyjum sér til fyrirmyndar. Leggi gamlar deilur til hliðar borginni til framdráttar og myndi nýjan og sterkan meirihluta sem getur starfað fram að næstu kosningum.
Stjórnmál og samfélag | 8.8.2008 | 10:59 (breytt kl. 10:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er stór ákvörðun varðandi okkur Eyjamenn framundan hjá ríkisstjórn Íslands. Ég óttast mjög að niðurstaðan verði sú að hafna tilboði Eyjamanna og fela þetta ríkisapparatinu. Ekki líst mér á þá niðurstöðu og er nokkuð öruggur á að það verði dýrara þegar upp er staðið.
Eins óttast ég að skipið verði minnkað, þrátt fyrir loforð þess efnis að það verði ekki gert. Því miður er svo auðvelt að segja að eftir að hafa farið yfir stöðuna aftur sé vel hægt að "sleppa" með minna skip. Það er aðferð ríkisins. Aftur bendi ég á að þegar öllu er á botninn hvolft eru það embættismennirnir sem stjórna ferðinni.
Ríkið gerði kostnaðaráætlun sem Eyjamenn töldu fjarri lagi. Allt of lága. Ríkið heldur fast í sína áætlun og ætlar sér að koma þessu niður. Ef það þýðir frestun um einhver ár, þá verður bara að hafa það. Bæjarstjórn Vestmannaeyja blæs á þessa áætlun og bendir á ýmsa þætti sem eru til hækkunar frá því að kostnaðaráætlun var gerð.
Skondið
Á sama tíma hafnar Vestmannaeyjabær öllum tilboðum í jarðvegsvinnu vegna knattspyrnuhúss og notar svipuð rök og ríkið notar gagnvart Bakkafjöru.
Rök sem bærinn blæs á...
Ætli það þýði frestun á húsinu um einhver ár?
Bloggar | 29.5.2008 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er draumur okkar púlara úti. Duttum út í undanúrslitum... gegn Chelsea. Þetta var óþægilegur leikur fyrir mína menn, ekki mættir í fyrri hálfleik og sprungu svo á limminu í framlengingu. Og ég sem hélt að rotation systemið virkaði ...
Auðvitað hefði þetta getað farið öðruvísi, ef það hefði verið gefið víti þegar Hyypia var felldur innan teigs eða Torres hefði nýtt færið í fyrri hálfleik, ja eða ef Riise hefði ekki reynt að skalla boltann ca. 30 cm frá jörðu í fyrri leiknum....
En svona er nú bara boltinn. Ég er viss um að Guðni og Gaui frændur mínir eru enn að tala um vítina sem Arsenal átti að fá í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum. Við verðum bara að bíta í það súra epli...
Úrslitaleikur í Moskvu milli Man.Utd og Chelsea. Þar má segja að Chelsea sé á heimavelli enda eigandinn kóngurinn í Moskvu.
Ég held svei mér þá að ég haldi með Man.Utd í úrslitaleiknum. Jose Mourinho og Avram Grant hafa báðir sagt að Chelsea verði ekki stórlið fyrr en þeir vinna meistaradeildina....
Þess vegna held ég með Man.Utd.
Ég vill að Chelsea sé ennþá smálið
Íþróttir | 30.4.2008 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega? Árni Johnsen fer hörðum orðum um embættismann sem honum fannst ekki vinna vinnuna sína og uppsker kæru fyrir. Alveg er ég viss um að ef einhver af hinum 62 sessunautum Árna á þingi hefði skrifað þessa grein væri ekki verið að tala um kæru. Og yfirlýsing embættismannsins er ekkert annað en ósvífinn árás á Árna.
Um margt má segja um Árna Johnsen en ef hann má ekki hafa skoðun og gagnrýna hugsun á það sem gerist hjá hinu opinbera þá er eitthvað að. Það er alveg út í hött. Árni er alþingismaður og þetta er hans hlutverk. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Ég er líka sammála Árna. Vinnubrögðin í kringum þetta mál hafa verið afskaplega skrýtin. Skýrslum lekið í fjölmiðla á sama tíma og skýrslur voru kynntar frá Ægisdyrum. Stjarnfræðilegar upphæðir frá yfirvöldum hér varðandi kostnað við jarðgöng á meðan sérfræðingar erlendis frá voru með mun lægri kostnaðartölur.
Það hefur verið ljóst lengi að það var enginn áhugi hjá yfirvöldum hér að fara út í jarðgöng til Eyja. Menn hafa unnið gegn þessari hugmynd nánast frá upphafi. Hvers vegna voru rannsóknir ekki kláraðar? Þrátt fyrir undirskrift allra framboða fyrir síðustu alþingiskosningar þess efnis. Vegna þess að þeir sem öllu ráða hafa engan áhuga á því.
Og hverjir ráða?
Jú, embættismennirnir.
Stjórnmál og samfélag | 29.4.2008 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það gekk mikið á í dag. 21 handtekinn í aðgerðum lögreglunnar gegn vörubílstjórum. Náði reyndar ekki að fylgjast með þessu nema í gegnum útvarp í dag en sá sjónvarpsfréttirnar og þetta minnti óneitanlega á myndir "frá útlöndum" þar sem verið er að berja borgaranna til hlýðni.
Vörubílstjórar nota frönsku aðferðina. Þeir hafa áhrif á samgöngur og stoppa þannig eða hægja á hraðanum í samfélaginu. Fá fólk til að stoppa og íhuga hvað er í gangi.
Sumir Eyjamenn hafa viljað nota þessa aðferð til að knýja á um bættar samgöngur.
En hafa mótmælin skilað einhverju? Ég segi já, því aðgerðir þeirra hafa neytt stjórnmálamenn til að tjá sig um málin, neytt stjórnvöld til að íhuga stöðuna.
Það er meira en við Eyjamenn getum sagt. Eyjamenn (og þar á meðal ég) fjölmenntu niður á bryggju fyrir nokkru síðan og flautuðum til að mótmæla hækkun fargjalda í Herjólf. Skilaði það einhverju? Nei, ekki svo mikið sem stafkrókur á blað frá stjórnvöldum um hvers vegna sú hækkun var nauðsynleg. Nei, sú aðferð skilaði engu.
Hefði það skilað árangri hefðum við lokað Ártúnsbrekkunni? Já, ég er viss um að þeir sem stjórna þessu blessaða landi hefðu alla vega verið spurðir út í málið af fréttamönnum. Aðferðin skiptir öllu og því miður taka stjórnvöld ekki við sér fyrr en menn gera hlutina óhefðbundna.
Auðvitað eru vörubílstjórar að brjóta lög og ég er ekki að mæla því mót. Hins vegar fannst mér aðgerðir lögreglu svolítið öfgakenndar. Það sem ég sá það er að segja.
Mótmæli þeirra hætta ekki enda hefur ekkert breyst. Það hefur engin ákvörðun verið tekin og á meðan er engin ástæða fyrir vörubílstjóra að hætta. Ég stend með þeim alla vega...
Eitt að lokum varðandi flutningskostnað milli lands og Eyja: Eins og ég hef áður komið inn á áður erum við í framkvæmdum niður á Reynisstað. Fengum rúðu úr Reykjavík í hurð, sérsmíðaða en hún reyndist vitlaus. Átti að fara í einhverja verslun í Kópavogi. Ætluðum að senda hana til baka en framleiðandinn hafði samband við okkur og bað okkur um að henda henni.
Það var ódýrara fyrir þá að gera nýja heldur en að fá hana senda frá Eyjum...
Bloggar | 23.4.2008 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er ljóst að aðeins Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin eiga möguleika á samningum við ríkið um smíði og rekstur Bakkafjöruferju. Sex tilboð, það lægsta tvo milljarða yfir kostnaðaráætlun og það dýrasta sex milljarða fram yfir.
Ef tilboði er tekið sem er aðeins tvo milljarða yfir áætlunum þá þýðir það aflminni vél og engin lyfta á bílaþilfari. Held að menn verði að ná lendingu og nú eiga menn hér í Eyjum að rísa upp á afturlappirnar allir sem einn og krefjast almennilegs skips. Ekkert hálfkák og engan sparnað sem kemur niður á okkur eftir fáein ár. Um það hljóta Eyjamenn að geta sameinast.
Við skulum alla vega ekki bíða þangað til búið er að taka ákvörðun með að láta í okkur heyra.
Hver á fjöldi áhafnarmeðlima að vera? Hvað á að fara margar ferðir á dag? Hvað á að kosta? Hvernig verður með rútuferðir til og frá Bakka? Þetta eru spurningar sem við eigum að spyrja núna. Ég er reyndar á því að við hefðum átt að vera búnir að spyrja að þessu öllu saman fyrr en hvað um það. Núna skulum við byrja að spyrja og heimta svör...
En allt þetta veltur á því að samningar náist á milli heimamanna og ríkisins.
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á það.
Bloggar | 20.4.2008 | 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er um fátt annað rætt þessa dagana í Eyjum en undirskriftarlistann gegn Bakkafjöru og sitt sýnist hverjum. Allir hafa sín rök fyrir afstöðu sinni og ber að virða það.
Heyrði í Elliða bæjarstjóra í gær á Bylgjunni. Hann fór ágætlega yfir þessa hluti og í Morgunblaðinu í dag er rætt við Sigurð Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun þar sem hann segir frátafir verði 5-9 daga á ári á siglingum í Bakkafjöru. Jarl Sigurgeirsson bendir réttilega á í grein á Eyjamiðlunum að fjöldi ferða verði vitanlega meiri í Bakkafjöru og því falla fleiri ferðir niður en dagafjöldinn sé svipaður og í dag á siglingum til Þorlákshafnar.
Ég hef hins vegar áhyggjur af því að tveir af fjórum aðilum sem valdir voru í útboð vegna ferjunnar ætli ekki að skila inn tilboði. Miðað við ummæli forsvarsmanna Eimskips er það félag annað þeirra sem hellist úr lestinni. Spurning hvort Samskip sé hitt? Það á að opna tilboð á fimmtudaginn og það verður athyglisvert að sjá hvernig það kemur út.
Annars vakti eitt athygli mína í samtali við aðila í Reykjavík um daginn. Við erum í framkvæmdum niður á gamla Reynisstað og mikið að gerast og það þarf að tala við marga. Við eigum von á ýmsu frá Reykjavík og einn birginn okkar sem ég talaði við um daginn er ekki mikið að fylgjast með samgöngumálum okkar. Hann spurði:
"Er siglt alla daga til Eyja?"
Bloggar | 15.4.2008 | 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Undirskriftasöfnunin sem er í gangi núna undir léninu strondumekki.is er athyglisverð. Fyrir það fyrsta finnst mér þetta heldur seint komið fram enda búið að taka ákvörðun um Bakkafjöru og verður vonandi ekki stöðvað úr þessu.
Hins vegar finnst mér athyglin sem síðan og sú skoðun sem henni fylgir hefur fengið mjög athyglisverð svo ekki sé meira sagt. Þarna er sama skoðun og hópur manna hér í Eyjum hefur haldið á lofti í langan tíma án þess að hljóta verðskuldaða athygli fyrir. En nú hefur andstæðingum Bakkafjöru borist öflugur liðsauki í formi þekktasta Eyjamannsins í dag, Magga Kristins.
Og þá taka allir helstu fjölmiðlar við sér og segja frá. Af sjö fréttum á eyjafréttum núna fjalla 5 um Bakkafjöru. Búið er að segja frá fjölda undirskrifta, líkt og um kosningavöku væri að ræða.
Þetta segir mér það að á Íslandi skiptir máli hverjir tala, ekki hvað er sagt.
Ég hef alltaf verið fylgjandi því að láta fagmönnum eftir verkið og treysta á íslenska verkfræðikunnáttu. Líkt og gert var við Hvalfjarðargöngin sælla minninga. Ég get ekki sagt að Bakkafjara sé vonlaus, til þess hef ég enga kunnáttu. Né heldur get ég sagt að þetta sé víst hægt. Sömu rök og áður.
Björn Jóhann Guðjohnsen skrifar grein í Fréttir sem komu út í gær. Þar minnist hann á höfnina í Laayone í Marokkó sem hann þekkir af eigin raun. Hann segir Landeyjasand eins og sandkassaleikvang fyrir lítil börn í samanburði. Eins minnist hann á Dubai.
Hvað er annars hægt að byggja á sandi?
Bloggar | 10.4.2008 | 19:58 (breytt kl. 19:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hún er athyglisverð deilan sem virðist risin milli nágrannana hér í Eyjum og upp í Rangárþingi. Um eignarhald á Landeyjahöfn.
Heldur finnst mér dapurt hjá grönnum okkar að svíkja fyrri orð sín um eignarhald og krefjast nú meirihlutaeigu. Meira að segja hef ég séð skrifað af íbúum þar að ekkert nema eðlilegt væri að Rangárþing eystra ætti höfnina 100%.
Ríkið ætlar því að eiga höfnina. Er það vænlegt?
Svo spyr ég hvort það sé sanngjörn krafa hjá okkur að vilja ráða höfninni þar? Hún er ekki í okkar sveitarfélagi og í raun væri þetta svipað og við færum fram á eignarhald í Þorlákshöfn, eða hvað?
Hins vegar er alveg ljóst að það eru miklir hagsmunir hjá okkur varðandi þessa höfn. Við sjáum það vel í rekstrarformi Herjólfs í dag að það er bölvanlegt að forræðið færist suður.
Bloggar | 18.3.2008 | 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar