Færsluflokkur: Bloggar
Mikið afskaplega er gaman að sjá allar þessar fréttir um Þjóðhátíðina á mbl.is. Reyndar finnst mér athyglisvert hvað vond veðurspá selur meira en góð (búinn að vera góð langtímaspá alveg þangað til í gær...)
Svo er það með húsnæðið. Í fréttinni segir að íbúð þar sem 10 geta gist eigi að kosta 250.000 krónur. Ég velti því fyrir mér hvort það er í raun svo dýrt. Þarna gista 10 einstaklingar í 3 nætur. Hver einstaklingur borgar þá 25.000 krónur fyrir gistinguna. Það gerir rúmar 8.300 krónur fyrir nóttina.
Hvað kostar gisting almennt?
Hundruð þúsunda fyrir íbúð í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.7.2014 | 14:35 (breytt kl. 14:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Langar að byrja að taka það fram að ég hef verið á móti inngöngu í ESB frá upphafi. Hins vegar hef ég líka verið talsmaður þess að við tölum um hlutina af einhverri skynsemi en ekki með upphrópunum og persónulegum níðköstum eins og tíðkast hefur. Ég er þeirrar skoðunar að við séum sirka 30-40 árum á eftir Svíum og Norðmönnum þegar kemur að röksemdarfærslu, debate. Við dettum ennþá alltaf niður í drullupottinn. Látum vaða í manninn, í staðinn fyrir að tækla boltann.
Þó ég sé mótfallinn því að Ísland gangi inn í ESB þá er ég um leið ekki að segja að allt sé helvíti sem kemur frá sambandinu, langt frá því. Ísland mun eignast marga kosti ef það verður niðurstaðan. Við fáum okkar kosti en við þurfum að taka gallana líka. Öll umræða eða komment sem snúa einungis að öðru þessara tveggja er áróður og ber að taka sem slíkri.
Það eru nokkrir hlutir sem munu breytast á Íslandi:
1. Innflutningur Við munum fá meira vöruúrval, einfaldlega vegna þess að tollamúrar munu hverfa. Fleiri vöruflokkar munu vera í boði en það verður okkar (neytenda) að sjá til þess að bestu verðin verða til staðar.
2. Útflutningur Við verðum í verri aðstöðu ef við göngum í ESB. Í dag eigum við góða markaði í Asíu, Rússlandi og víða með okkar fiskafurðir sem við missum ef við göngum í ESB. Samingur við ESB miðast við það að allir aukasamningar detta úr gildi og við göngumst undir þá heildarsamninga sem ESB hefur gert við sömu ríki. (Í sumum tilvikum örugglega betri samningar, í sumum tilvikum lakari).
3. Myntin Við getum í fyrsta lagi eftir 20 ár vonast eftir því að ganga inn í myntbandalagið (skilaboð bæði frá Íslandi og ESB). Ef við göngum inn í ESB þá er líklegt að krónan verði látin fljóta með Evrunni. Það þýðir það að næstu áratugina verðum við sem sömu slöku kjörin eða hvað? (kjörin sem við höfum í dag).
4. Frjálst flæði varðandi vinnu Þetta er kostur sem við höfum í dag í gegnum EES samninginn. Mun eitthvað breytast í þeim efnum?
5. Frjálst flæði fjármagns okkar stærsta vandamál í hruninu. Við gátum ekki stoppað það í hruninu út af EES samningnum, og hefðum ekki haft neinar varnir ef við hefðum verið í ESB.
6. Sameiginlegir dómstólar Ég velti fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt? Mismunandi hefðir og fleira gerir það að verkum að við gætum átt erfitt með að kyngja sumum dómum ESB. (þeir eru ráðgefandi í dag vegna EES en ekki fordæmisgefandi).
Örugglega margt annað sem þarf að skoða frá öllum sjónarhornum en lykilatriðið fyrir okkur er að taka ákvörðun eftir yfirvegaða umræðu en ekki sleggjudómakjaftæði ...
Bloggar | 20.1.2013 | 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hef verið að velta fyrir mér undanfarið á meðan börnin mín skottast í kringum mig í vinnunni hvort sú staðreynd að leikskólar í Eyjum loki samfellt í fimm vikur yfir sumartímann án tillits til óska foreldra sé meðvituð ákvörðun um það þjónustustig sem bæjarstjórnin vill veita eða hreinlega íhaldssemi og að halda í gamlar hefðir. Var þetta ekki upphaflega sett á vegna þess að stöðvarnar lokuðu samfellt ákveðin tíma yfir sumartímann? Kannski ætti einhver að bjalla upp í ráðhús og benda þeim á að það er hætt og í raun er svo mikið að gera núna í stöðvunum að þar er unnið á tólf tíma vöktum.
Ég er reyndar á því að þetta sé meðvituð ákvörðun um það þjónustustig sem þessi bæjarstjórn vill veita. Annars væru þau auðvitað búin að laga þetta, búin að hafa fjögur ár til þess!
Ég prísa mínu sæla að ég sé að vinna á stað þar sem ég get haft krakka hjá mér en ekki til dæmis í stöðvunum.
Kannski er þetta bara krafa frá þeim sem vinna á leikskólunum?
Bloggar | 16.7.2010 | 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er óánægður með að það skuli aðeins þrjú þúsund manns mæta á samstöðufundinn. Hefði viljað sjá þessa tölu alla vega þrefalda. Enda er verið að reyna að þröngva upp á okkur þrælssaamning sem mun binda okkur í báða fætur næstu áratugina. Og ekki bara okkur, heldur börnin okkar líka.
Reyndar finnst mér að svona fundir eigi að vera um helgar en ekki á virkum dögum. Það býr ennþá stór hluti af þjóðinni úti á landi ef ske kynni að Egill Ólafs og félagar vita það ekki !! Við gætum mætt um helgar en við erum að vinna í miðri viku.
Lygar og ómerkilegheit núverandi ríkisstjórnar varðandi þennan samning eru með ólíkindum. Ég eiginlega átta mig ekki á hvaða málstað Jóhanna og Steingrímur eru að verja. Alla vega ekki minn málstað. Þau tala eins og ekkert annað komi til greina en að samþykkja þennan samning. Og hvað gerist í kjölfarið? HLUSTIÐ á þá sem hafa reynslu af slíkum samningum.
Ég hef það á tilfinningunni að eitthvað meira búi að baki. Við erum ekki búinn að heyra allan sannleikann í málinu. Þess vegna lítur Steingrímur Joð út eins og eymingi í öllum viðtölum, ekki eins og sá vígmóði rauðskeggjaði víkingur sem Íslendingum líkaði svo vel við hér fyrir nokkru.
Aumingja Jóhanna. Þetta er svo erfitt verkefni. Aumingja Jóhanna, hún tekur við á svo erfiðum tímum. Aumingja Jóhanna, hún er í vonlausri stöðu. Aumingja, aumingja, aumingja.
Verður kannski niðurstaðan: Jóhanna aumingi?
3000 á samstöðufundi InDefence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.8.2009 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alveg finnst mér merkileg þessi umræða um lundaveiði í Eyjum. Miðað við skrif sumra á netinu undanfarið mætti halda að lundaveiði í úteyjunum sé atvinnugrein sem stunduð sé grimmt allt sumarið. Og veiðin setur stofninn í stórhættu. Hvaða rugl er þetta eiginlega?
Nú hef ég, frekar en aðrir ekki séð þessa svörtu skýrslu um stöðu stofnsins en sama umræða fór fram í fyrra. Er ekki talað um að hátt í þrjár milljónir lunda séu í kringum Vestmannaeyjar? Og veiðin, síðasta sumar náði ekki tíu þúsund kvikindum.
Við erum ekki einu sinni að tala um 0,5% af stofninum. Ekki einu sinni 0,25% af stofninum.
Hef heyrt talað um að nýliðun sé slæm í lundastofninum og er það vissulega áhyggjuefni. En slík staða er í fleiri stofnum. Til að mynda þorskstofninum okkar mikilvæga. Ekki hef ég heyrt og mun vonandi ekki heyra einhvern halda því fram að það eigi að banna þorskveiðar.
Ég held að menn ættu að komast upp úr þessu rugli og horfa á þetta af skynsemi. Lundaveiðar, maður með einn háf út á bjargbrún mun ekki leggja lundastofninn í rúst. Aftur á móti er áhyggjuefni að ætið í sjónum virðist vera af skornum skammti fyrir lundann. Held að menn ættu að einbeita sér af því vandamáli í rannsóknum.
Eftir því sem ég heyri kemur vel til greina að banna lundaveiðar í sumar og jafnvel í einhver ár. Það þættu mér slæm tíðindi. Kannski er best að takmarka lundaveiðar, setja dagakvóta á fremur en að leggja blátt bann við veiðinni. Þannig gæti hver úteyja fengið 5-7 daga til þess að veiða. Reyndar gæti það verið erfitt varðandi eftirlit. Þannig gætu lundaveiðimenn komið á móts við vísindamenn. Sýnist að þeir séu að vilja gerðir til að leysa þetta skynsamlega. Líst ekkert á að leyfa veiðar í ákveðna viku eða svo, enda gæti verið bongóblíða allan tímann en í slíku veðri veiðist ekkert ....... nema í Ystaklett. Svo er spurning um að Bjargveiðimannafélagið ákveði afla hverrar eyju fyrir sig?
Umfram allt, sleppum dramatíkinni og grænfriðungasjónarmiðum í þessari umræðu. Þetta er svo lítil veiði úr svo stórum stofn.
Bloggar | 12.6.2009 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ríkisstjórnin hefur samið um að við borgum fyrir sukk og svínarí einhverja einstaklinga. Ekki bara við, heldur börnin okkar líka. Og miðað við þær upphæðir sem eru í gangi þá er gott ef barnabörnin sleppa við greiðslur.
Við semjum um 5,5% vexti. Það er allt of mikið að mínu mati. Eins er alveg fáránlegt að semja um þetta í erlendri mynt. Við þurfum að taka á okkur allar sveiflur í gjaldeyrismálum. Auðvitað á að semja um svona í okkar mynt, við erum að greiða, við erum að taka alla áhættuna.
Verð að viðurkenna að eins og þetta lítur út fyrir mér í dag þá er þetta slæmur samningur fyrir okkur.
Og þá kem ég að öðru sem ég hef miklar áhyggjur af.
Þetta er sama fólkið og ætlar að fara að semja fyrir okkar hönd um inngöngu í Evrópusambandið!
Ekki líst mér á það.
Erfitt að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2009 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að viðurkenna að ég er ósammála Víði í þessum efnum. Fyrir mér er þetta allt annar fótbolti sem er spilaður þarna. Leiðinlegri og hægari.
Ég hef áhyggjur af þeirri þróun sem orðin er í þessu. Menn eru meira að segja farnir að tala um að spila leikina innanhúss til að sleppa við veðrið!! Menn taka dæmi um leik Keflavíkur og FH í 1.umferð Pepsi deildarinnar. Vissulega rokleikur og hundleiðinlegur í þeim efnum. Þannig var líka leikur ÍBV og Breiðabliks í 2.umferðinni hér í Eyjum. Aldrei þessu vant var rok í Eyjum :-)
En þetta er hluti af því að spila UTANHÚSÍÞRÓTT. Í fyrra keppti ÍBV tvo leiki að mig minnir innanhúss. Það er algjört rugl að mínu mati. Ég segi að menn ættu frekar að fresta leik ef veðrið er svona óbærilegt.
Við lendum oft í því hér í Eyjum.
En á morgun er stórleikur á Hásteinsvelli. ÍBV - KR. Nú rífa okkar menn sig upp og vinna fyrsta sigurinn þetta árið. Er viss um það.
Er ánægður með stórsöngvarann Óla Guðmunds sem stendur fyrir hitting niður á Volcano tveimur tímum fyrir leik fyrir stuðningsmenn ÍBV. Nú er bara að mæta, í búningum eða hvítu, með trommur, lúðra, raddbönd og góða skapið og láta í sér heyra.
Legg til að Óli taki Slor og skít
Gervigras? Já takk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.5.2009 | 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af átta efstu í Reykjavík eru sex konur og tveir karlar.
Finnst athyglisverð þessi hugmyndafræði VG að kynjakvótinn virki bara í aðra áttina. Alla vega á ekkert að vera að hlusta á einverja svona frasa þegar konurnar hafa tekið völdin.
Hefði persónulega viljað að Kolbrún og Ari leikari hefðu haft sætaskipti. Hefði verið skemmtilegri listi...
Framboðslistar VG tilbúnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.3.2009 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ný ríkisstjórn er tekinn við og ráðherraskipan náði aldrei að vera nein stórfrétt enda búið að leka öllu í fjölmiðla nokkuð áður en formleg tilkynning kom.
Líklega er eitt mikilvægasta ráðuneytið nú um stundir fjármálaráðuneytið. Þess vegna er ekki skrýtið að leiðtogi annars stjórnarflokksins skuli setjast þar. Það sem veldur mér aftur á móti hugarangri er hvernig hann ætlar að geta sinnt því veigamikla starfi í 33,3% stöðu.
Nóg fannst mér nú þegar síðasta ríkisstjórn var mynduð og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu var breytt í 50% stöðugild. Nú eru þessi tvö atvinnumálaráðuneyti orðin af 33,3% stöðugildum. Eitthvað sem Steingrímur Joð ætlar að sinna í aukaverkum.
Mér skilst að hjá ríkinu séu þær reglur að ríkisstarfsmaður megi ekki vinna yfir 100% starf. Veit ekki hvort þetta er rétt en ef svo er væri ekki rétt að það gilti um alla ríkisstarfsmenn?
Svo er þetta spurning með laun. Varla er hann að taka full laun fyrir þessi þrjú ráðuneyti sem hann ber ábyrgð á?
Bloggar | 5.2.2009 | 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að tala um að menn séu heppnir að veikjast núna og að hann eigi ekki að blanda veikindum sínum inn í umræðuna er í besta falli heimska og í versta falli illgirni. Svona ummæli eru einfaldlega viðbjóðslega ósmekkleg og þessu fólki til minnkunar.
Viðbót: Hörður Torfa fær prik fyrir að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Spurning hvort aðrir sem tjá sig í meðfylgjandi frétt fylgi á eftir?
Ekki farin að finna til með honum ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.1.2009 | 09:48 (breytt kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar